Fréttir

Viljaleysið á stjórnarheimilinu

By Ritstjórn

December 12, 2019

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifaði:

Oddvitar ríkistjórnarflokkanna.

Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu VG um að banna hvalveiðar er ljóst að þau munu ekki beita sér fyrir þeim hugsjónum sínum í ríkisstjórnarsamstarfinu. Nýjar rannsóknir hafa sýnt fram á að hvert stórhveli bindi um 33 tonn af CO2 sem jafngildir um 1500 trjám. Þannig er friðun stórhvela ekki aðeins dýraverndunarmál heldur einnig mögulega sterkt umhverfismál og mikilvægur hlekkur í baráttu okkar við loftslagsvána. Auk þess er þjóðhagslegur ávinningur lítill, nema kannski fyrir eitt fyrirtæki! Á þessu ári heimilaði sjávarútvegsráðherra dráp á 1045 langreyðum til ársins 2023. Þannig eru áform ríkisstjórnarinnar skýr. Hún vill áfram leyfa dráp á hvölum. Þrátt fyrir að gögn og almenn skynsemi ætti að leiða fram aðra niðurstöðu. Því á endanum þarf pólitískan vilja til að breyta og hann er ekki að finna á stjórnarheimilinu