„Óskað er eftir upplýsingum um kostnað við gerð myndbanda sem borgarstjóri hefur látið gera á kostnað Reykjavíkurborgar í aðdraganda komandi borgarstjórnarkosninga, t.d. myndbands um borgarlínu og Miklubraut í stokk,“ þannig spyrja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.
Og ekki bara það, þeir spyrja einnig: „Óskað er eftir upplýsingum um allan kostnað, sem fellur á Reykjavíkurborg, vegna fundaherferðar borgarstjóra í aðdraganda komandi borgarstjórnarkosninga, t.d. við auglýsingar, húsaleigu og myndatökur. Óskað er eftir því að tilgreindur verði tilfallandi kostnaður vegna vinnu borgarstarfsmanna við fundina, t.d. vegna undirbúnings sem og fundarsetu.“