Ljósmynd: David Beale.

Mannlíf

Vilja vestnorræna söngbók með nótum

By Miðjan

January 29, 2018

 Samfélag „Ríkisstjórn Íslands er hvött til að beita sér fyrir því að vestnorræn söngbók verði gefin út með lögum á þjóðtungum landanna þriggja,“ segir í þingsályktun sem lögð hefur verið fram á Alþingi, að tilstuðlan Vestnorræna ráðsins, sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands.

„Fyrsta skrefið í þessa átt væri að setja á fót vinnuhóp fagfólks frá löndunum þremur sem myndu velja lögin og útsetja þau með nótum. Fjármögnun vinnuhópsins ætti að ná yfir útgáfu söngbókarinnar í löndunum þremur auk greiðslna höfundarréttarlauna listamanna. Vestnorræna ráðið hefur í gegnum árin safnað 90 lögum frá löndunum þremur og gæti það safn nýst vinnuhópnum,“ segir einnig um þetta mál.