- Advertisement -

Vilja vængstífa verkalýðsfélögin

Það er frá­leitt viðhorf út af fyr­ir sig, en verra er tóm­læti ráðherr­ans og aðgerðal­eysi gagn­vart þeim vanda sem blas­ir við þjóðfé­lag­inu í haust.

Leiðari Moggans.

„Í kom­andi kjaralotu mun óhjá­kvæmi­lega reyna mikið á embætti rík­is­sátta­semj­ara. Líkt og frá­far­andi rík­is­sátta­semj­ari get­ur borið um er það vandi, ekki síst þegar við eig­ast fyr­ir­ferðar­mikl­ir for­svars­menn viðsemj­enda.“

Þetta er úr leiðara Moggans í dag. Þar á bæ er barátta í gangi gegn samtökum launafólks. Fyrst og fremst er vilji til að setti verði lög í landinu, lög sem gefi sáttasemjara miklu meira vald en hann hefur nú. Vald til grípa inn í kjaradeilur og jafnvel stöðva þær. Mogginn segir:

Freki samstarfsflokkurinn vill ólmur að þetta mál verði klárað sem fyrst.

„Þá er nauðsyn­legt að sátta­semj­ar­inn hafi réttu verk­fær­in í kistu sinni til þess að halda þeim við efnið, knýja að samn­inga­borðinu eða bera samn­ings­drög milliliðalaust und­ir launþega og fyr­ir­tæki, ef samn­inga­menn hafa grafið sig of djúpt í skot­graf­irn­ar.

Liðinn vet­ur dæmdi Lands­rétt­ur hins veg­ar að rík­is­sátta­semj­ari hefði hreint ekki þau verk­færi sem hann og all­ir aðrir höfðu ára­tug­um sam­an haldið. Við það fór starf rík­is­sátta­semj­ara út um þúfur og hann lét ekki löngu síðar af embætti. Röð um­sækj­enda var ekki löng.

Flest­ir litu svo á að Lands­rétt­ur hefði leitað uppi laga­tækni­leg­an óskýr­leika, sem lög­gjaf­inn þyrfti þá að laga.“

Málaflokkurinn heyrir undir varaformann Vinstri grænna, Guðmund Inga Guðbrandsson. Hann á í vanda. Freki samstarfsflokkurinn vill ólmur að þetta mál verði klárað sem fyrst. Guðmundur Ingi og VG eiga kannski ekki gott með að ganga erinda SA og Sjálfstæðisflokksins. Yrði aumt fyrir ráðherrann og flokkinn hans að stórskaða baráttu launafólks um langa framtíð.

Aftur í leiðarann:

„Það töldu menn að myndi ger­ast hratt og ör­ugg­lega hjá ný­bökuðum vinnu­markaðsráðherra; ekki síst þar sem að í stjórn­arsátt­mála hafði verið sér­stak­lega vikið að því að styrkja ætti hlut­verk rík­is­sátta­semj­ara, bæta verklag við kjaraviðræður og tryggja að þær drægj­ust ekki úr hófi.

Það er ekki leng­ur værukærð held­ur van­ræksla.

Það reynd­ist nú öðru nær, því hinum vinnu­lúna vinnu­markaðsráðherra auðnaðist ekki einu sinni að leggja fram frum­varp þar að lút­andi í vor, hvað þá að koma því í gegn áður en samn­ingalot­an hæf­ist af al­vöru.

Eins og lesa mátti um í frétt Morg­un­blaðsins í gær bend­ir ekk­ert til þess að Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son vinnu­markaðsráðherra ætli að gera neitt í mál­inu í haust held­ur. Hann sagði að málið væri í skoðun, en „mögu­lega“ yrði lagt fram slíkt frum­varp í haust. Aðeins þó ef frum­varpið væri verka­lýðshreyf­ing­unni að skapi, líkt og hún sé með neit­un­ar­vald, bæði við rík­is­stjórn­ar­borðið og á hinu háa Alþingi!

Það er frá­leitt viðhorf út af fyr­ir sig, en verra er tóm­læti ráðherr­ans og aðgerðal­eysi gagn­vart þeim vanda sem blas­ir við þjóðfé­lag­inu í haust.

Það er ekki leng­ur værukærð held­ur van­ræksla.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: