- Advertisement -

Vilja tvöfalda veiðigjöld smábáta

Stjórnmál Smábátasjómenn eru kvíðnir fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda. Stefnt er að tugaprósenta hækkun veiðigjalda í bolfiski.

Í frumvarpi um veiðigjald, sem liggur fyrir Alþing, er gert ráð fyrir að fastur afsláttur falli niður á næsta ári, en verði aftur virkur fiskveiðiárið 2016/2017. Þá verði hann aðeins 100 þúsund krónur að hámarki og nái eingöngu til þeirra sem greiða lægra en eina milljón í veiðigjald.

Atvinnuveganefnd Alþingis hefur frumvarpið nú til yfirferðar og hlýtur breytingin að standa í nefndinni því að óbreyttu myndi veiðigjald hækka á þá sem landa á bilinu tíu til sextíu tonnum af þorski um 127 prósent. Það er á þær útgerðir sem minnst fiska.

Landssamband smábátaeigenda hefur tekið saman dæmi um fyrirhugaðar breytingar. Af þrjátíu tonnum af slægðum þorski færi veiðigjaldið úr 269.400 krónum í 611.400 krónur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: