- Advertisement -

Vilja sparnaðinn okkar í eldivið

Íslenska áhættufjárfesta vantar eldivið, eldivið til að freista þess að að halda í horfinu og jafnvel auka verðmæti eigin fjárfestinga. Það þarf að kynda bálið.

Þeir þekkja leiðina. Almenningur hefur sparað og nú freistar sá sparnaður fjáfestanna. Þeir fá ríkið með sér í leikinn. Lofað verður að þau okkar sem láta freistast fái skattaafslátt, í boði hins opinbera. Venjulegu fólki verður boðið að hætta að spara og gerast áhættufjárfestar. Ganga í lið með þeim sem nú þurfa sprek á bálið. Bál sem hefur verið kynnt með sömu fjárfestingunum, fram og til baka, á þröngum markaði. Markaði sem óttast er, og jafnvel vitað, að er of lítill og þröngur.

Það er ekki með hagsmuni almennings að leiðarljósi sem vilji fjárfesta er að fara þessa leið. Nei, auðvitað ekki. Þeir eru að hugsa um eigin hag.

Of skammt er frá hruninu til að almenningur láti freistast. Við munum. Margt fólk sleikir enn sárin eftir offorsið fyrir um áratug. Fagurgalinn þá var mikill og skellurinn enn stærri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fjárfestar ráða hugsanlega ríkinu en ekki sparnaði hvers og eins. Leið þeirra að aurum heimilanna verður vonandi erfiðari en síðast þegar þeim tókst að sjúga hann til sín.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: