„Ef samningsaðilar á opinbera markaðnum eru ekki reiðbúnir að ná samningum á grundvelli samninga á almenna markaðnum verður einfaldlega að setja lög á þá,“ sagði Brynjar Níelsson, fyrrum þingmaður, í netsjónvarpi Moggans, Spursmáli.
Á mbl.is, segir:
„Þegar hann var spurður að því hvernig stjórnvöld gætu brugðist við ef stéttarfélög opinberra starfsmanna neita að ganga að sambærilegum samningum og almenni markaðurinn er langt kominn með að landa, sagði hann þetta:
„Ég er tilbúinn að setja lög á allt svona. Þegar almannahagsmunir eru ríkir. Þeir eru mjög ríkir í þessu og það getur ekki einhver bara stöðu sinnar vegnar með sinn verkfallsrétt, sem ég lít á sem verkfallsrétt en menn eru farnir að fara mjög frjálslega með eins og dæmin sanna. Það eru svo ríkir almannahagsmunir að ná niður verðbólgunni. Og ef menn eru komnir á einhverja niðurstöðu um langtímasetninga þá verða auðvitað bara allir að vera með. Ef einhver ætlar ekki að vera með þá verða bara sett lög á hann. Þannig horfi ég á það en ég er því miður ekki á þinginu.“