- Advertisement -

Vilja sjúga milljarð úr almannnasjóðum

„Mestu skipti samt að í stóli sjávarútvegsráðherra situr Kristján Þór Júlíusson.“

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Eigendur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum greiddu sér 550 milljónir í arð og græddu liðlega 900 milljónir en ætla samt að reyna að sjúga milljarð úr sjóðum almennings vegna makrílkvóta sem þeir telja sig hafa átt að fá gefins. Græðgin og siðleysið er svo mikil að manni fallast hendur. Þessar tölur um arð og hagnað komu fram á síðasta aðalfundi fyrirtækisins og sjá má á vef þess.

Málið snýst um að Vinnslustöðin neitar að falla frá skaðabótakröfu sem sjö stórútgerðir lögðu fram þar sem þess er krafist að þjóðin borgi samtals 10,2 milljarða með hæstu vöxtum vegna makrílkvóta sem þær telja sig hafa átt að fá gefins á árunum 2011 til 2018. Fimm af þessum sjö útgerðum hafa fallið frá þessari kröfu. En þrátt fyrir þessar gríðarlegu arðgreiðslur og allan þennan hagnað, ætlar Vinnslustöðin ekki að falla frá kröfunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er svo rotið og óréttlátt.

Þetta er auðvitað mjög sjúkt og sýnir svo ekki verður um villst að núverandi kvótakerfi gengur ekki upp. Þetta er svo rotið og óréttlátt. Almenningur á að eiga sjávarauðlindina en fær ekki arðinn af henni.

En þetta er ekki allt. Á aðalfundinum kom fram að Vinnustöðin borgaði 400 milljónir í veiðigjöld til ríkissjóðs. Sem er 150 milljónum lægri upphæð en eigendur Vinnslustöðvarinnar greiddu sjálfum sér í arð. Við sem eigum að eiga auðlindina fáum sem sagt 150 milljónum minna en þessir fáu eigendur skammta sjálfum sér. Til að toppa þetta þá kvartar Vinnslustöðin undan veiðigjöldunum, meðal annars vegna þess að hugsanlega í framtíðinni verði eitthvað rekið með tapi.

Og viti menn! Í frétt af aðalfundinum um samstarf við stjórnvöld segir. „Mestu skipti samt að í stóli sjávarútvegsráðherra situr Kristján Þór Júlíusson.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: