Greinar

Vilja pína veika enn meir

By Miðjan

October 19, 2019

Hvort er nú merkilegra áætlanir stjórnmálafólks eða líf og heilsa fólks? Á Íslandi er svarið klárt. Áætlanir stjórnmálamanna, sama hversu vitlausar þær getið verið, vega þyngst. Það er þegar það hentar.

„Það er mikilvægt að stofnanir haldi sig innan fjárheimilda,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar í samtalið við Moggans í dag, um ástandið á Landspítalanum.

Er ekki nokkuð ljóst að Willum og félagar hafa skammtað full naum þegar veikt og slasaða fólk liggur eins og hráviði um alla ganga og gólf á Landspítalanum? Jú auðvitað.

Svandís Svavarsdóttir fagnar í sínum hópi þessa helgina. Eflaust fagna þau „árangri“ í heilbrigðismálum. Enn á að herða að veikasta fólkinu, draga úr þjónustu sem eflaust eykur líkur á að illa fari.

„Það er mikilvægt að stofnanir haldi sig innan fjárheimilda,“ segja geldir stjórnmálamenn. Við þetta viðhorf verður ekki unað. Fyrst skulum við skera burt flottræfilsháttinn. Byrjum þar.