- Advertisement -

Vilja losna frá Reykjavík

Utanríkisráðherra kom sér undan svari um frambjóðendur í leiðtogaprófköri Sjálfstæðisflokksins.

101 Reykjavík. Verður borginni skipt í nokkur smærri sveitarfélög?

Það var í janúar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sjálfsæðismaður og íbúi í Grafarvogi, sagði áhuga í hverfinu til að losna frá Reykjavík, að Grafarvogur verði sjálfstætt sveitarfélag.

Færi svo er víst að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fína kosningu í þá hinu nýa sveitarfélagi, alla vea betri en stefnir í í Reykjavík.

Svona var fréttin sem skrifuð í janúar:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Utanríksiráðherrann, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem er íbúi í Grafarvogshverfi, segir koma til greina að Grafarvogur slíti sig frá Reykjavík og lýsi yfir sjáflstæði. Hann segir íbúa í fleiri hverfum íhuga það sama.

Guðlaugur Þór Þórðarson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í gær, þar sem hann sagði þetta.

Heimir Már innti ráðherrann eftir skoðunum hans á frambjóðendum í leiðtogaprófkjörinu. Guðlaugur Þór varðist spurningunni og svaraði í raun engu, en þess í stað sagði hann ástandið í Reykjavík alvarlegt og að í alvöru væri talað um að skipta höfuðborginni upp í smærri einingar.

Guðlaugur Þór nýtti einnig þetta tækifæri til að benda á að í aðeins einu kjördæmi, í síðustu þingkosningum, hafi Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig fylgi,  en það var í Reykjavík norður þar sem Guðlaugur Þór fór fyrir lista flokksins, og Grafarvogur er drjúgur hluti þess kjördæmis.

Þegar hér var komið í viðtalinu vantaði að spyrja Guðlaug Þór hvort hann hyggist bjóða sig fram til varaformanns eða jafnvel formanns á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hið minnsta gerði ráðherrann sig breiðan í Víglínunni í gær.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: