Vilja lausn á undirmönnun
Vinnumarkaður
Samninganefnd Eflingar við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa átt einn samningafund eftir sumarhlé.
„Við höfum þá átt þrjá fundi og höldum áfram viðræðum á mánudaginn,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
„Á hjúkrunarheimilunum starfa meira en 2000 Eflingar-félagar, algjörlega ómissandi fólk. Krafa samninganefndarinnar er að lausn verði fundin á þeim undimönnunarvanda sem ríkir á þessum vinnustöðum, vanda sem óumflýjanlega leiðir til ofurálags og streitu fyrir starfsfólk. Við viljum lausnamiðað samtal við viðsemjendur þar sem að áhersla er lögð á góðar vinnuaðstæður og mannsæmandi kjör.
Ég trúi því að þið ætlið að standa með okkur í þessu verkefni – og ég trúi því að við munum ná góðum árangri.“