Fréttir

Vilja kvóta á allt eða ekkert

By Miðjan

September 12, 2019

Alþingi: Flutningsmenn telja ekki eðlilegt að auðlindagjald sé aðeins lagt á eina atvinnugrein. Mikilvægt er því að mótuð verði heildstæðari stefna enda hefur nýting auðlinda áhrif á umhverfið og brýnt er að tryggt verði að auðlindir séu nýttar á skynsamlegan og arðbæran hátt. Flutningsmenn vilja jafnframt minna á að fram hafa komið hugmyndir um stofnun stöðugleikasjóðs að fyrirmynd norska olíusjóðsins þar sem arður af auðlindum í ríkiseigu mundi renna allur eða að hluta í slíkan sjóð.

Það eru þingmenn Miðflokksins sem leggja þetta til: Sigurður Páll Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorsteinn Sæmundsson.