- Advertisement -

Vilja komast í sparibauka almennings

Tvö áhrifamikil stjórnmálamenni klifa enn á ný á nauðsyn þess að allur almenningur í landinu taki meiri þátt í áhættufjárfestingum í atvinnulífinu. Meira þátt en gert er með lífeyrissjóði fólksins.

Talað er sem öll hin djúpu og sáru sár sem urðu til séu gróin og allt sé gleymt. Svo er ekki.

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segir í viðskiptakálfi Fréttablaðsins:

„Eitt af stóru úrlausnarefnunum okkar næstu ár svo auka megi fjárfestingastigið er að fá sparnað landsmanna meira inn á verðbréfamarkaðinn þannig að almenningur komi að kaupum á hlutabréfum og skuldabréfum beint.“

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins og einn helsti hugsuður síns flokks, skrifar í Mogga dagsins:

„Með því er ýtt und­ir þátt­töku al­menn­ings á hluta­bréfa­markaði og fleiri stoðum er skotið und­ir fjár­hags­legt sjálf­stæði ein­stak­linga og fjöl­skyldna þeirra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: