Stjórnmál

Vilja koma böndum á Svandísi

By Miðjan

August 06, 2020

„Staðreynd­in er sú að nú­ver­andi heil­brigðisráðherra hef­ur verið lát­inn kom­ast upp með að þrengja að einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu, jafn­vel í til­vik­um þar sem aug­ljóst óhagræði hlýst af og ríkið tap­ar háum fjár­hæðum. Og þá hef­ur ekki held­ur skipt máli að sjúk­ling­ar standi fyr­ir vikið verr að vígi,,“ segir í leiðara Moggans í dag.

Tónninn er þekktur. „Þessi staða er auðvitað óá­sætt­an­leg, en von­andi fela orð vara­for­manns fjár­laga­nefnd­ar í sér að ein­hver vilji verði til þess að gera meira en ræða mál­in og skoða,“ segir í leiðaranum.

Þar er fjallað um ásetning Haraldar Benediktssonar, varaformanns fjárlaganefndar, um að Landspítalinn fái ekki meiri peninga á þessu ári. Stjórnendum spítalans verði gert að skera niður.

Í fyrri frétt okkar í dag segir: „Mogginn ítrekar vilja Haraldar Benediktssonar, vara­formanns fjár­laga­nefnd­ar og þingmanns Sjálf­stæðis­flokks­ins, að Landspítalinn verði að sjá um sig sjálfur og fái ekki meiri peninga til að mæta auknum kostnaði vegna Covid; „nema að hluta til.“

Ljóst er að barátta er innan ríkisstjórnarinnar um málið. Ágreiningurinn mun koma upp á yfirborðið.