- Advertisement -

Vilja koma böndum á fjármálaráðherra

“…er sjálfsagt að stöðva aðrar hug­mynd­ir um ný út­gjöld.“

Leiðari Moggans.

Efnahagsmál Leiðari Moggans fjallar um hugsanlega sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar er talað um að hugdanlega fáist eitt hundrað milljarðar fyrir ríkishlutinn. Í leiðaranum er fjallað um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson treysti ekki fjármálaráðherra fyrir öllum  þessum peningum, rétt eins og kom fram í frétt hér á Miðjunni.

Það er annað mál. Nú ætla ég að vitna orðrétt í leiðara Moggans:

„En það er erfitt að eyrna­merkja fé þó að það sé stund­um reynt og ef þeir millj­arðar sem koma í gegn­um þessa sölu fara í niður­greiðslu skulda skipt­ir öllu að ekki verði til dæm­is dregið úr ann­arri skuld­aniður­greiðslu eða nýj­um skuld­um eða skuld­bind­ing­um safnað í staðinn.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki er loku fyrir það skotið að Mogginn óttist að fjármálaráðherra fari á eyðsluskeið.

„Í því sam­bandi verður ekki framhjá því litið að ófá­ar, og ekki all­ar smá­ar, hug­mynd­ir hafa komið fram að und­an­förnu um ný op­in­ber út­gjöld, ým­ist í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög­in eða ekki. Í ljósi stöðu rík­is­fjár­mála, björg­un­ar á heilu sveit­ar­fé­lagi, sem eng­inn sá fyr­ir en er óhjá­kvæmi­leg, og ný­gerðra kjara­samn­inga, sem reyn­ast munu rík­inu kostnaðarsam­ir þó að ástæða sé til að fagna friði á vinnu­markaði, er sjálfsagt að stöðva aðrar hug­mynd­ir um ný út­gjöld. Um þetta þyrfti að ná sam­stöðu í rík­is­stjórn og á þingi. Það mundi auka stuðning við söl­una enda lítið fengið með því að selja fjöl­skyld­usilfrið til að fjár­magna skamm­tíma­neyslu.“

(Sterkur grunur er um að Davíð Oddsson hafi ekki skrifað leiðarann.)


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: