- Advertisement -

Vilja hvorki hækka laun né lífeyri

Björgvin Guðmundsson skrifar: Það er ekki víst, að allir athugi það strax hvað það þýðir, að leiðtogar landsins vilja ekki hækka laun þeirra lægst launuðu um eina krónu! Það þýðir, að þeir vilja þá ekki heldur hækka lífeyri lægst launuðu aldraðra og öryrkja um eina krónu.

Þarna er einmitt kominn skýringin á því hvers vegna ríkisstjórn KatrÍnar hefur lagst gegn öllum leiðréttingum á lífeyri aldraðra og öryrkja. Mörgum hefur þótt það skrítið, að ekki hefur mátt leiðrétta lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja; þótt þessir lægst launuðu aldraðir og öryrkjar hafi ekki haft fyrir lyfjum og læknishjálp og stundum ekki nóg fyrir mat. En samt hefur ekki mátt leiðrétta lífeyrinn strax.

Liðnir eru átta mánuðir fra valdatöku Katrínar en samt hefur lífeyrir ekki verið hækkaður um eina krónu að frumkvæði ríkisstjórnar hennar. Ríkisstjórn Katrínar ætlar að halda launum fátækustu verkamanna niðri í 235 þús kr. eftir skatt en það þýðir að halda eigi einnig lífeyri lægst launuðu aldrara og öryrkja niðri áfram við 243 þús og 204 þús kr eftir skatt.

Boðskapur ríkisstjórnar Katrínar er: Lífeyrir má ekki vera hærri en lægstu laun. Halda verður lífeyri jafn lágum og launum. Þetta er boðskapur Katrinar og Bjarna. Um þetta virðast þau hafa sameinast!!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: