„Ráða má af umræðum og af almennum fundi Íbúasamtaka Kjalarness sem haldinn var 9. mars sl. að mikillar óánægju gætir hjá íbúum með frammistöðu og fálæti Reykjavíkurborgar gagnvart Kjalarnesi. Í ljósi þess óskar Íbúaráð Kjalarness eftir kosningu um vilja Kjalnesinga að Kjalarnesið gangi út úr Reykjavíkurborg og færist undir annað sveitarfélag. Kosningin yrði samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum,“ þannig hljómar samþykkt íbúðaráðs Kjalarness.