- Advertisement -

Vilja galopna fjárhirslur lífeyrissjóða

Óli Björn vill að sjóðfélagar geti treyst stjórnum lífeyrissjóða. Um það eru eflaust allir sammála.

Stóru orðin eru hvergi spöruð í baráttu auðvaldsins fyrir því að lífeyrissjóðirnir verði sjálfafgreiðslusjóðir. Að fjárhirslur þeirra verði galopnar. Þar sem menn geti gengið inn og út og fjárfest í vafasömum verkefnum. Svo sem rándýrum hótelbyggingum, vonlausum kísilverum og hvað eina. Sem betur fer til áhrifafólk sem bert gegn þessum vilja og þrá áhættufjárfesta, með annarra manna peninga. Ævisparnað fólks.

Óli Björn Kárason stendur vaktina í dag. Hann skrifar mikla firru í Moggann:

„Okk­ur Íslend­ing­um hef­ur tek­ist það sem fáum öðrum þjóðum hef­ur auðnast; að byggja upp líf­eyri­s­kerfi sem launa­fólk hef­ur getað treyst á. Styrk­leiki líf­eyri­s­kerf­is­ins er einn mik­il­væg­asti horn­steinn efna­hags­legr­ar vel­ferðar þjóðar­inn­ar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Iðjuverið á Bakka við Húsavík. Aðkoma lífeyrissjóða þar fór illa. Mjög illa.

Hver er raunveruleikinn? Koma lífeyrissjóðirnir sér betur fyrir launafólk eða ríkissjóð:

„Ég er kominn á eftirlaun. Sem er kannski eðlilegt eftir því sem aldurinn færist yfir. Það er ákveðið áfall fyrir venjulegt fólk, ekki bara að hætta að vinna heldur er eiginlega ekki hægt að lifa á eftirlaunum á Íslandi. Ég hef verið duglegur strákur, unnið mikið og borgað í lífeyrissjóði. Það bara breytir engu. Þegar TR og skatturinn er búinn að taka sitt þá fæ ég 116 þúsund á mánuði frá TR,“ segir Ingi Bæringsson. Enn eitt dæmið um að lífeyrissparnaðurinn er hirtur af fólki. Hver einasta króna. Því hærri greiðslur sem fólk fær úr lífeyrissjóðum, því lægri ellilífeyri fær fólk.

Aðför Icelandair, Samtaka atvinnulífsins, Moggans og annarra að flugfreyjum hleypti illu blóði í fólk. Eðlilega. Fyrsta atlagan í planinu um leiftursókn gegn lífskjörum launafólks.

„Launa­fólk verður að geta treyst því að stjórn­ar­menn falli aldrei í þá freistni að nýta fjár­hags­leg­an styrk líf­eyr­is­sjóðanna til að tryggja sér­hags­muni eða vinna að fram­gangi sjón­ar­miða sem hafa ekk­ert með hag sjóðfélaga að gera,“ skrifar Óli Björn.

Mikið rétt. Fjárfestingar í vafasömum fyrirtækjum hljóta að verða efst á listanum. Það væri agalegt ef forysta launafólks reyndi ekki að verjast leiftursókninni. Það er þeirra fyrsta skylda. Aðförina verður að stöðva.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: