- Advertisement -

Vilja fá skýrslu frá Bjarna um rannsóknarskýrslur Alþingis

Alþingi Þingmenn úr fimm flokkum af átta hafa óskað eftir að Bjarni Benediktsson skili Alþingi skýrslu um rannsóknarskýrslur Alþingis og um þær ábendingar sem þar komu fram.

Það eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og VG sem ekki leggjast á árarnar með þingmönnum hinna flokkanna; Pírata, Samfylkingu, Viðreisn, Flokks fólksins og Framsóknarflokks.

Í skýrslunni verði samantekt á þeim ábendingum sem settar eru fram í þremur rannsóknarskýrslum Alþingis, þ.e. skýrslu um aðdraganda og orsakir á falli íslensku bankanna 2008, skýrslu um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna og skýrslu um Íbúðalánasjóð.
Eins að fram komi upplýsingar um hvað ætla megi að margar ábendingar hafi verið í hverri skýrslu fyrir sig, við hve mörgum ábendingum hafi verið brugðist í hverri skýrslu fyrir sig, við hvaða ábendingum hefur verið brugðist og hvernig, með hve mörgum ábendingum hafi verið skipaðir ábyrgðaraðilar til að tryggja að þeim verði komið á framfæri og hvernig ráðherra hyggist tryggja að ábendingum hafi verið og verði fylgt eftir.
Í þeim tilvikum þar sem ekki hefur verið skipaður ábyrgðaraðili komi fram í skýrslunni hvernig ráðherra hyggist tryggja að ábendingar nái fram að ganga og hvernig hafi verið háttað eftirfylgni með því að þau viðbrögð skiluðu árangri.
Óskað er eftir tæmandi lista yfir þær ábendingar í hverri skýrslu sem ráðherra hyggst ekki bregðast við ásamt skýringum á hvers vegna það verði ekki gert.
Þá komi fram í skýrslunni mat ráðherra á þeim árangri sem eftirfylgni hefur haft, hvernig ráðherra mælir og metur þann árangur og hvaða breytingar hafi orðið á starfsemi bankanna og Íbúðalánasjóðs sem rekja megi til ábendinga sem fram koma í skýrslunum.

Þingmennirnir eru; Björn Leví Gunnarsson, Hanna Katrínu Friðriksson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafni Gunnarsson, Inga Sæland, Jón  Steindór Valdimarsson, Oddnýu G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: