- Advertisement -

Vilja ekki vita um kvótann í Reykjavík

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi lagði fram tillögu um greiningu á kvótaeign reykvískra fyrirtækja:

Sanna Magdalena Mörtudóttir:
að er mikilvægt að ræða þetta ítarlega á vettvangi borgarstjórnar og því miður að tillagan hafi ekki hlotið brautargengi hjá meirihlutanum.

„Lagt er til að Reykjavíkurborg framkvæmi úttekt á afleiðingum þess ef að stærstu fyrirtækin í Reykjavíkurborg sem hafa fengið úthlutað fiskkvóta í gegnum skip sín, flyttu starfsemi sína úr sveitarfélaginu. Úttektin verði framkvæmd með það að leiðarljósi að kanna áhrif þess á atvinnuöryggi þeirra sem starfa hjá umræddum sjávarútvegsfyrirtækjum og í fyrirtækjum sem þjónusta þau. Þá er einnig lagt til að úttektin feli í sér yfirlit um gjöld sem fyrirtækin hafa greitt til Reykjavíkurborgar vegna stöðu sinnar hér og yfirlit yfir mögulegar sviðsmyndir skyldi sú atvinnustarfsemi hverfa skyndilega úr sveitarfélaginu. Við gerð úttektarinnar er lagt til að kallað verði eftir mati verkalýðshreyfingarinnar, þ.m.t. samtaka sjómanna, háskóla- og fræðasamfélaginu og annarra sem hafa þekkingu og reynslu af byggðarrannsóknum í tengslum við umrætt málefni. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að halda utan um úttektina.“

Tillagan var kolfelld. Einungis Kolbrún Baldursdóttir var sammála Sönnu. Eftir atkvæðagreiðsluna í borgarstjórn, bókaði Sanna:

„Tillagan fól í sér að úttekt yrði gerð á afleiðingum þess ef að stærstu fyrirtækin í Reykjavíkurborg sem hafa yfirráð yfir fiskkvóta, flyttu starfsemi sína úr sveitarfélaginu. Úttektin yrði framkvæmd með það að leiðarljósi að kanna áhrif þess á atvinnuöryggi þeirra sem starfa hjá umræddum sjávarútvegsfyrirtækjum og í fyrirtækjum sem þjónusta þau. Reynslan hefur sýnt okkur að þessar breytingar geta átt sér stað fyrirvaralaust og þá er mikilvægt að borgin sé tilbúin og ræði hvernig skuli bregðast við ef slíkt ætti sér stað. Eftir því sem aflaheimildir hafa þjappast saman á færri hendur, hefur auðurinn af sjávarútvegi færst á hendur fárra sem fara með stjórn útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja. Þetta skapar viðkvæma stöðu fyrir starfsfólk fyrirtækjanna þar sem valdið er í höndum eigenda útgerðanna. Það er mikilvægt að ræða þetta ítarlega á vettvangi borgarstjórnar og því miður að tillagan hafi ekki hlotið brautargengi hjá meirihlutanum.“

Meirihlutinn bókaði:

„Fjölbreytileiki í störfum í Reykjavík gerir það að verkum að Reykjavíkurborg er ekki jafn viðkvæm fyrir tilfærslum fiskveiðiheimilda eins og mörg önnur sveitarfélög. Þrátt fyrir að um 10,6 % fiskveiðiheimilda sé úthlutað til skipa sem eiga hér heimahöfn er einungis um 2% atvinnutekna borgarbúa sem stafar af fiskveiðum og vinnslu. Því er það ekki forgangsmál að rannsaka þessa kerfislægu áhættu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: