- Advertisement -

Vilja ekki taka ábyrgð á Bjarna

Leiðari Trúlega verður ekkert úr stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með Vinstri grænum. Liðsmenn VG munu ekki samþykkja þann ráðarhag. Innan flokksins eru háværar raddir um að ekki komi til greina að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætisráðherra, verði ráðherra í ríkisstjórn sem VG á aðild að. Amen.

Innan þess hóps eru einungis talað um, sem eftirgjöf, að settur verði yfirfrakki á Bjarna verði hann ráðherra. Þannig að enginn einn ráðherra fari einn með sitt ráðuneyti. Alltaf verði annar ráðherra sem fylgist grannt með hvað hinn gerir. Þetta er hugsað vegna mikils vantrausts í garð Bjarna Benediktssonar.

Þó Sjálfstæðisflokkurinn verði stöðu sinnar vegna að vera halda áfram í ríkisstjórn er ekki víst og harla ólíklegt að flokkurinn sættist á þessi skilyrði, að formanninum verði fórnað fyrir stjórnarþátttöku. Þó er aldrei að vita.

Sigurjón M. Egilsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: