Vilja ekki lækka skólamáltíðir
- með því að gæta ekki að jafnræði er verið að brjóta ákvæði í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, segir Kolbrún Baldursdóttir. Verð skólamáltíð mun lækka, árið 2021.
Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, lagði til að skólamáltíðir í Reykjavík yrðu lækkaðar um þriðjung.
Meirihlutinn sagði nei og felldi tillöguna. Meðal annars með þeim rökum: „Gjaldskrár Reykjavíkurborgar eru þegar lágar samanborið við nágrannasveitarfélög og stefnir meirihlutinn á að lækka þær enn frekar, samanber þau fyrirheit samstarfssáttmálans að barnafjölskyldur skuli mest greiða fæðisgjöld fyrir tvö börn, þvert á skólastig frá árinu 2021. Unnið er í samræmi við þá áætlun.“
Kolbrún sagði að í svari frá skólaráðinu að lækka skólamáltíðir yrði um 361 milljón.
Kolbrún spurði hvort borgarmeirihlutinn sjái virkilega ofsjónum yfir peningum til að metta maga barna í skólum borgarinnar. Hún sagði ekki liggja fyrir upplýsingar um hvers vegna börn borða ekki í skólunum.
„Við vitum að það hafa ekki allir foreldrar ráð á að leyfa barni sínu að vera í mat í skólanum. Með því að gæta ekki að jafnræði er verið að brjóta ákvæði í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það hlýtur að vera vilji okkar allra að ekkert barn sé svangt í skólanum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill minna á að nú þegar er fordæmi fyrir lækkun skólamáltíðar í öðrum sveitarfélögum og ætti Reykjavík ekki að láta sitt eftir liggja.“