Stjórnmál

Vilja ekki fleiri hleðslustöðvar

By Miðjan

December 20, 2020

Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að hleðslustöðvum fyrir rafbíla yrði fjölgað í fjörutíu á næsta ári, í stað tuttugu eins og að er stefnt.

„Mikilvægt er að hvati sé til staðar fyrir neytendur að velja vistvænni ökutæki en fjölgun rafhleðslustöðva í borgarlandinu og gott aðgengi að þeim gæti orðið mikilvægur liður í því að hraða orkuskiptum í samgöngum. Uppsetning og rekstur hleðslubúnaðarins verði boðinn út. Jafnframt þarf að huga að uppsetningu hleðslustöðva við fjölbýlishús í samráði við húsfélög þar sem því verður við komið,“ segir í tillögunni.

„Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins,“ segir í fundargerð borgarstjórnar.