- Advertisement -

Vilja ekki fisk frá Samherja

Ákvörðunin um að slíta viðskiptasambandi var tekin áður en að Kveikur og Stundin fjölluðu um Samherjamálið.

Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifaði:

„Samherji hefur selt frosinn fisk til tveggja stórra verslunarkeðja í Bretlandi. Önnur þeirra er hætt að kaupa af íslenska sjávarútvegsrisanum, en það tengist ekki mútumálinu í Namibíu. Hin er að fylgjast með þróun mála.“ Nú er maður forvitinn að vita af hverju ein verslunarkeðjan hætti að kaupa frosinn fisk af dótturfélagi Samherja en ákvörðunin um að slíta því viðskiptasambandi var tekin áður en að Kveikur og Stundin fjölluðu um mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja í tengslum við veiðar fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu.

Það kemur líka fram að Marks and Spencer, sem hefur keypt fisk af dótturfélagi Samherja, fylgist vel með þróun mála og að þau kaupi ekki fisk sem veiddur hafi verið í namibíska-hluta starf­semi Sam­herja. „Við erum mjög skýr með að við krefj­umst þess að allir okkar birgjar hagi við­skiptum sínum á sið­legan og lög­legan hátt og við tökum þessar ásak­anir mjög alvar­lega,“ sagði tals­mað­ur­inn.“ Velti því mér hvenær fyrirtæki hafi séð nóg til þess að slíta viðskiptum sínum við aðila?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: