Vilja ekki að utanaðkomandi rannsaki braggann
Meirihlutinn í borgarstjórn sagði nei við óháðri rannsókn á braggaendurbyggingunni í Nauthólsvík. Komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu.
Meirihlutafulltrúarnir vilja ekki að utanaðkomandi rannsaki hvernig það gat gerst að Nauthólsvíkurbragginn gat kostað yfir 400 miljónir króna.
„Þannig heldur Dagur þessum meirihluta saman, með því að vísa málum í ráð og nefnd fyrir lokuðum dyrum þannig að enginn veit hvernig hver greiðir atkvæði. Því hann þorir ekki með nein mál í gegnum atkvæðagreiðslu,“ segir Vigdís Hauksdóttir í Mogga dagsins.
Vigdís benti þar á að innkaupaferlum Reykjavíkurborgar hefði ekki verið fylgt hvað varðaði kaup á þjónustu, vörum og verklegum framkvæmdum. „Hvað er eiginlega í gangi á skrifstofu borgarstjóra að vera ekki búið að stoppa verkið? Væri þetta einkageirinn væri búið að reka alla ábyrga aðila,“ sagði Vigdís. Vinna við náðhús braggans virðist einnig hálfkláruð en upphaflegt ástandsmat Eflu á náðhúsinu var að sögn Vigdísar um 34 til 36 milljónir króna en hefur nú kostað um 46 milljónir. „Og er það varla fokhelt. Það er virði þriggja herbergja íbúðar í Reykjavík.“
Dagur og hans fólk samþykkti með tólf atkvæðum gegn tíu að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skoði hvað gerðist.
Nauthólsvíkurbragginn átti að kosta 158 milljónir en kostaði 400