- Advertisement -

Vilja ólmir borga 25 prósenta vexti

Hún er dæmalaus fréttinn á forsíðu Fréttablaðsins. Fréttin fjallar um vanda Play og eigenda þess félags. Fréttin getur ekki annað en vakið upp, eða eflt þess vegna, efasemdir um framtíð félagsins, sem á svo sem enga fortíð heldur.

Í forsíðufrétt Fréttablaðsins segir: „Stjórnendur Play bjóðast nú til að minnka hlutdeild sína í 30 prósent á móti 70 prósenta eignarhlut þeirra fjárfesta sem fást til að leggja félaginu til um 1.700 milljónir í hlutafé. Fyrri áform gerðu ráð fyrir að fjárfestar eignuðust helmingshlut fyrir hlutafjárframlag sitt.“

Svo er að sjá að þeir sem almennt eru nefndir fjárfestar séu fullir efasemda. Í fréttinni kom þetta næst:

„Hlutafjársöfnun Play hefur gengið erfiðlega og í lok síðustu viku var kannaður áhugi fjárfesta á að leggja Play til fjármagn til næstu mánaða, samanlagt hundruð milljóna, með því að kaupa skuldabréf til skamms tíma af félaginu sem myndi bera 20-25 prósenta vexti. Tilgangurinn væri að tryggja Play nægjanlegt rekstrarfé fram á næsta ár á meðan unnið yrði að því að ljúka hlutafjársöfnun.“

Það er ekki nema von að sölu farmiða með Play hafi verið frestað lítið eitt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: