Gunnar Smári: „Þessi ríkisstjórn hefur verið upplýst um ástandið í rúm fimm ár. Og enn heldur það áfram að versna.
Heilbrigðisráðherra sem ekki getur tryggt öryggi á bráðamóttöku verður að segja af sér. Og ríkisstjórnin öll. Þetta er slíkt grundvallaratriði. Ef þú vilt stjórna en ræður ekki við að halda bráðadeild opinni og öryggri þá ert ekki hæf(ur). Það er augljóst.
Hættið og farið heim áður en þið valdið meiri skaða.“
Illugi Jökulsson: „Í heilan áratug, eða frá 2013, hafa Sjálfstæðisflokkurinn, VG og nú Framsóknarflokkurinn ráðið heilbrigðisráðuneytinu (fyrir utan skamma hríð Bjartrar framtíðar) og allan þann tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið fjármálaneytinu sem skammtar fé í heilbrigðiskerfið (fyrir utan skamma hríð Viðreisnar). Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og VG hafa á sama tíma farið með forsæti ríkisstjórna. Þetta er árangurinn. Við VERÐUM að losna við ríkisstjórnarflokkana.“