Alþingi ræðir í dag tillögu þingmanna Samfylkingarinnar um stuðning við smærri fyrirtæki. Í greinargerðinni má meðal annars lesa þetta:
„Framlag smærri fyrirtækja til vergrar landsframleiðslu er verulegt. Slík fyrirtæki veita fjölbreytta þjónustu, skapa atvinnu og eru farvegur frumkvöðulsstarfs því að þau hafa sveigjanleika til að laga sig hraðar að breyttum aðstæðum en stærri fyrirtæki. Þau styðja vel við stærri fyrirtækjasamstæður í „vistkerfi“ á hinum ýmsu sviðum atvinnulífs og eru auk þess öflug á landsbyggðinni. Rannsóknir hafa sýnt að töluverð fylgni er á milli hlutdeildar smárra fyrirtækja í atvinnulífinu og virðisauka sem þau skapa. 2 Margar af aðgerðunum sem flutningsmenn leggja til gagnast líka meðalstórum og stórum fyrirtækjum, en með þessari tillögu er tilraun gerð til að hugsa aðgerðir út frá þörfum smærri fyrirtækja þar sem þau eiga sér færri málsvara.“