- Advertisement -

Vilja afslátt frá öryggiskröfum

Upp er risin merk deila. Vestmannaeyingar, með Elliða Vignisson bæjarstjóra í stafni, hyggjast kæra þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar, forstjóra Samgöngustofu, um að heimila ekki að ferjan Akranes verði í siglingum milli lands og Eyja um og fyrir verslunarmannahelgina. Þetta kemur fram á ruv.is. Ferjan siglir daglega milli Akraness og Reykjavíkur.

Elliði Vignisson segir engin rök fyrir því að ferjan megi ekki sigla milli lands og Eyja.

„Málið er fyllilega leyst, það er ekki verið að veita undanþágu á skip sem ekki uppfyllir evrópureglur,“ segir Þórólfur og að ekki komi til greina að endurskoða ákvörðunina, málið snúist um öryggi farþega.

Annar fer með rangt mál, Elliði eða Þórólfur. Á ruv.is segir Elliði Samgöngustofu hafa veitt jákvætt svar um leigu á ferju frá Noregi, af sömu tegund og Akranes, en báturinn hafi runnið þeim úr greipum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta kannast Þórólfur ekki við. „Nei það er bara rangt. Það hafa ekki borist nein gögn frá Vestmannaeyjabæ um umsókn um eitt eða neitt skip og ekki neitt slíkt leyfi verið gefið,“ segir Þórólfur.

Skilja má að Jón Gunnarsson samgönguráðherra eigi lokaorðið, það sé hans að ákveða hvort slegið verði af kröfum um öryggi eða hvort Eyjamenn nái sínu fram.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: