- Advertisement -

Vilja afhjúpa Ásmund og Vilhjálm

Akstur einstakra þingmanna mun verða afhjúpaður. Þeir munu þurfa að sýna samræmi akstursdagbóka síðustu ára og þeirra reikninga sem þeir hafa framvísað, og fengið greidda.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokkinn ætla „aðeins“ að ræða þetta mál á fundi í dag. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. „Við munum ræða það í okkar þingflokki hvernig menn vilja gera þetta sjálfir því þingmenn geta alltaf veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gefur,“ segir Birgir.

Af þessu má sjá að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun ætlast til að aksturskóngar Alþingis dragi leyndarhjúpin frá og sanni sitt mál.

Píratar, og hugsanlega fleiri, munu fylgja málinu eftir á Alþingi. Fyrir liggja upplýsingar um akstursreikninga einstakra þingmanna síðustu fimm ár. Kannski fara þingmennirnir, t.d. Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason að vilja þingflokksformannsins og gefa sjálfir og viljugir upp akstur sinn og greiðslur frá Alþingi og hvernig þær upplýsingar hverjar við aðra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: