Þingmenn nokkurra flokka, undir forystu Albertínu Friðbjargar Elísdóttur, hafa lagt fram lagafrumvarp sem er ekki síst ætlað að auka bruggun bjórs.
„Fyrir fyrirtæki sem framleiða allt að 1.000.000 lítra á ári skal afslátturinn nema 50% af áfengisgjaldi. Fari ársframleiðsla umfram 1.000.000 lítra skal afsláttur lækka hlutfallslega uns hann fellur niður við 2.000.000 lítra,“ segir í frumvarpinu.
Í greinargerðinni er þetta að finna: „Tilgangur frumvarpsins er því ekki að lækka verð til neytenda heldur að veita smærri framleiðendum meira bolmagn til að stunda vöruþróun, auka fjárfestingu og stækka fyrirtæki sín.“