- Advertisement -

Vilja að leigjendur Félagsbústaða geti keypt íbúðirnar – „Hjálpa fólki til sjálfshjálpar“

„Marka þarf stefnu í að koma fólki út úr félagslega kerfinu.“

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að leigjendur hjá Félagsbústöðum geti keypr íbúðirnar sem þeir leigja. „Ekki er gert ráð fyrir þeim möguleika að íbúar í félagslega kerfinu eigi möguleika á að eignast íbúðina hafi þeir tök á, þ.e. gera íbúðirnar að kaupleiguíbúðum,“ segir í bókun þeirra í borgarráði.

Þau segja stefnuleysi núverandi og fyrrverandi meirihluta í borginni, önnur en að fjölga félagslegu leiguhúsnæði, hafi ekki fækkað fólki á biðlista. „Biðlistarnir hafa lengst ár frá ári.“

„Marka þarf stefnu í að koma fólki út úr félagslega kerfinu og hjálpa fólki til sjálfshjálpar,“ segja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í núverandi húsnæðiskrísu eru eignar- og tekjumörk þessa kerfis fátæktargildra og hafa letjandi áhrif á einstaklinga sem eiga möguleika á að afla sér meiri tekna. Félagslega leigukerfið sé þannig uppbyggt að fólk festist í kerfinu og á lítinn möguleika á að komast út á almennan markað. En tölur sýna að á síðustu tíu árum hafa að meðaltali flutt rúmlega 20 leigjendur úr kerfinu á ári. Aðrir annmarkar eru á nýju reglunum eins og t.d. reglur varðandi milliflutning en leigjandi getur aðeins sótt um milliflutning eftir þrjú ár. Athugasemd er gerð við framsal Reykjavíkurborgar á stjórnvaldsákvörðunum til Félagsbústaða. Enn fremur er einkennilegt að 75% örorkumat nægir eitt og sér ekki til þess að uppfylla skilyrði fyrir félagslegu húsnæði.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: