Samfélagið „Hins vegar er það skoðun fulltrúans að til framtíðar eigi Reykjavíkurborg að reka dagþjónustu við utangarðsfólk í borginni. Um mikilvæga velferðarþjónustu við viðkævman hóp er að ræða sem ætti að vera á forræði borgarinnar. Eins og staðan er nú er þjónustan að langmestu leyti greidd úr sameiginlegum sjóðum borgarinnar og því eðlilegt að þjónustan sé á hennar hendi til framtíðar,“ segir í bókun VG í velferðarráði Reykjavíkur sem lagt var fram á síðasta fundi þess.
Velferðarráð samþykkti að teknar verði upp viðræður við Hjálpræðisherinn vegna rekstur Dagsetursins með það að markmiði að hægt verði að tryggja opnun um helgar út árið 2014 og opnun í júlí. Tillaga um þetta á að liggja fyrir 5. júní og Velferðarsvið greiðir fyrir helgaropnun fram að þeim tima.
Vinstri græn eru ekki alveg sátt, vilja gera meira og bókuðu að fela velferðarsviði að undirbúa opnun dagúrræðis fyrir útigangsfólk sem rekið er af velferðarsviði. „Fulltrúi Vinstri grænna skilur að leysa þurfi þann bráðavanda sem kominn er upp í Dagsetri Hjálpræðishersins úti á Granda enda mikilvægt að þjónustan sé tryggð. Hins vegar er það skoðun fulltrúans að til framtíðar eigi Reykjavíkurborg að reka dagþjónustu við utangarðsfólk í borginni. Um mikilvæga velferðarþjónustu við viðkævman hóp er að ræða sem ætti að vera á forræði borgarinnar. Eins og staðan er nú er þjónustan að langmestu leyti greidd úr sameiginlegum sjóðum borgarinnar og því eðlilegt að þjónustan sé á hennar hendi til framtíðar.“