Vilhjálmur Birgisson hefur áhyggjur, rétt eins og flestir Íslendingar, og skrifar:
Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef verulegar áhyggjur af því hvernig gengið muni þróast næstu daganna og vikurnar þegar ljóst verður að gríðarlegt högg mun koma á ferðaþjónustuna vegna Kórónuveirunnar.
Hvað mun gerast með gengið, þegar fjárinnstreymi af erlendum gjaldeyrir mun dragast stórkostlega saman vegna fækkunar ferðamanna.
Ég myndi vilja fá upplýsingar um hvernig menn hyggjast bregðast við þessu, er ekki t.d. mikilvægt að lífeyrissjóðirnir hætti alfarið í nokkra mánuði að fjárfesta erlendis til að valda ekki enn frekari falli krónunnar.
En það síðasta sem við megum við núna er mikið fall á krónunni sem myndi leiða til aukinnar verðbólgu og hækkunar á verðtryggðum skuldum heimilanna. Við verðum að bregðast við að það gerist ekki, en núna stendur dollarinn í 128 og evran í 144.