- Advertisement -

Vilhjálmur segist mjög vonsvikinn

Þessar tillögur eru langt undir okkar væntingum.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Gríðarleg vonbrigði, en stjórnvöld buðu einungis skattalækkun sem nemur 6750 krónum á mánuði!

Jæja þá eru stjórnvöld búin að kynna hvað þau eru tilbúin að gera til að liðka fyrir kjarasamningum og ég skal fúslega viðurkenna að ég mætti á þennan fund í Stjórnarráðinu fullur bjartsýni um að stjórnvöld myndu koma með alvöru útspil til að liðka fyrir kjarasamningum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Varðandi skattatillögur ríkisstjórnarinnar þá vilja þau koma með eitt þrep til viðbótar á neðri endann sem gerir það að verkum að skattar lækka á fólk sem er með mánaðarlaun frá 300 til 900 þúsund um heilar 6.750 krónur á mánuði! Með öðrum orðum að einstaklingur með 900 þúsund á mánuði fær sömu krónutöluhækkun og lágtekjumaður sem er með 325 þúsund á mánuði! Eða eins og áður sagði 6750 krónur á mánuði.

Það er ekki bara að þessi skattaútspil sé langt undir okkar væntingum heldur átti þessu skattalækkun ekki að taka gildi fyrr en 1. janúar 2020. Þessar tillögur eru langt undir okkar væntingum um að auka ráðstöfunartekjur lág og lægri millitekjuhópanna í gegnum skattkerfið. Enda duga 6.750 krónur ekki fyrir þeim verðlagshækkunum sem hafa komið bæði frá stjórnvöldum og sveitarfélögum um síðustu áramót og vantar mikið þar upp á.
Það er ekki bara að ég hafi verið gríðarlega óánægður með þessar skattatillögur heldur verð ég fyrir miklum vonbrigðum með afstöðu stjórnvalda til afnáms verðtryggingar og að taka húsnæðisliðinn úr lögum um vexti og verðtryggingu.

Ég vona að launafólk fyrirgefi mér að hafa staðið upp og yfirgefið fundinn en því miður voru vonbrigði mín svo mikil að ég gat alls ekki setið þennan fund lengur, enda hafði ég miklar væntingar um að útspil stjórnvalda myndi raunverulega liðka fyrir samningum. En því miður var svo ekki og hafi staðan á vinnumarkaðnum verðið alvarleg fyrir þennan fund í stjórnarráðinu þá er hún grafalvarleg núna!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: