Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er með covid. Vilhjálmur hefur barist einna harðast allra gegn sóttvörnum vegna covid.
„Fólk hræðist ekki lengur veikindin af völdum covid, heldur sóttvarnaryfirvöld og þeirra aðgerðir,“ skrifaði hann fyrir fáum dögum
„Það er ríkisstjórnarinnar og okkar þjóðkjörinna fulltrúa að horfa til heildarhagsmuna við alla ákvörðunartöku. Enn og aftur sýnist mér að það sé ekki gert nú,“ skrifaði Vilhjálmur sem nú er veikur af sjúkdómnum.
Þar með fjölgar enn veikum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.