Bjarni Benediktsson fullyrti, og bar Hagstofuna fyrir sig, að aðeins eitt prósent verkafólks væri á lágmarkslaunum.
Vilhjálmur Birgisson veit betur:
„Mér fannst það frekar dapurt þegar fjármálaráðherra hélt því fram í Kryddsíldinni að 1% verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði tæki laun eftir lægstu launatöxtum.
Hið rétta er að rúm 50% verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði tekur laun eftir berstrípuðum lágmarkstöxtum samkvæmt gögnum frá Hagstofunni.
Rétt er að geta þess að inn í þau gögn vantaði verkafólk sem starfar í ferðaþjónustunni og því má gera ráð fyrir að um 60% verkafólks taki laun eftir berstrípuðum lágmarkstöxtum.“