- Advertisement -

Vilhjálmur fagnar endurkomu Sólveigar

Vilhjálmur Birgisson:

Eitt verður ekki tekið af Sólveigu Önnu að hún er gegnumheil hugsjónarmanneskja er lýtur að því að vilja berjast til síðasta blóðdropa við að bæta og lagfæra kjör lágtekjufólks.

Ég fagna þessari ákvörðun Sólveigar Önnu innilega, enda tel ég að ekki sé neinum vafa undirorpið að hagsmunir lágtekjufólks séu svo sannarlega best borgið með hana í forystu.

Það skiptir einnig gríðarlegu máli að Sólveig nái kjöri í Eflingu til að standa gegn áformum stjórnvalda og atvinnurekenda sem lýtur að því að vilja skerða og takmarka samnings-og verkfallsrétt stéttarfélaganna (Salek).

Það blasir við í mínum huga að án hennar sem formanns í Eflingu getum við lent í því að draumurinn um svokallað Salek samkomulag, (Grænbók), fái byr undir báða vængi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er mitt mat að eftir að hún hætti sem formaður Eflingar þá hefur verkalýðshreyfingin veikst til mikilla muna.

Við Sólveig Anna höfum unnið mikið og vel saman á meðan hún var formaður og við vorum alls ekkert alltaf sammála um allt. En eitt höfum við alltaf verið sammála um og það er að bæta þurfi svo sannarlega stöðu þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi og taka þurfi á arðsemisgræðgi stórfyrirtækja.

Einnig höfum við verið 100% samherjar í að hafna öllum áformum sem lúta að svokölluðu Salek samkomulagi sem byggist á að skerða og takmarka frjálsan samnings- og verkfallsrétt launafólks eins og áður hefur komið fram. Trúið mér það er raunveruleg hætta á að slíkt gerist og því skiptir máli að hún fái góða kosningu.

Við vorum einnig algjörir samherjar að hafna svokölluðu frumvarpi um starfskjaralög sem gengu í raun gegn hagsmunum launafólks en án hennar, mín og Ragnars Þórs og fleiri, hefðu þau orðið að lögum á síðasta ári.

Það er mitt mat að eftir að hún hætti sem formaður Eflingar þá hefur verkalýðshreyfingin veikst til mikilla muna.

Eitt verður ekki tekið af Sólveigu Önnu að hún er gegnumheil hugsjónarmanneskja er lýtur að því að vilja berjast til síðasta blóðdropa við að bæta og lagfæra kjör lágtekjufólks. Henni tókst á þessum árum sem hún var formaður Eflingar að vekja þetta stóra og öfluga stéttarfélag af þyrnirósa svefni og gerði það að alvöru stéttarfélagi um það er ekki einu sinni hægt að deila!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: