- Advertisement -

Vilhjálmur Birgisson í framboð

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Kæru vinir og félagar ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram sem einn af varaforsetum ASÍ á þingi Alþýðusambands Íslands sem hefst á morgun (miðvikudaginn 24. október.)

Ástæðan fyrir þessari ákvörðun minni er ákall frá hinum almenna félagsmanni um að breytingar verði gerðar á æðstu forystu ASÍ. Ég tel mig svo sannarlega geta lagt mín lóð á vogarskálarnar til að gera ASÍ að því afli sem til þarf við að berjast fyrir brýnum hagsmunamálum íslenskri alþýðu til hagsbóta.

Allir sem hafa fylgst með skrifum mínum og hlustað á ræður mínar á liðnum árum vita að ég hef á undanförnum árum verið mjög gagnrýninn á forystu ASÍ því ég tel og er sannfærður um að hægt sé að gera mun betur í að berjast af alefli fyrir réttlátara samfélagi fyrir okkar félagsmenn.

Hugsið ykkur kæru vinir aflið sem er innan Alþýðusambands Íslands þar 120 þúsund félagsmenn eru innanborðs, en þessu afli hefur því miður alls ekki verið beitt af krafti til að knýja fram hin ýmsu hagsmunamál sem lúta að íslensku launafólki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Öðru máli gegnir hjá efnahagslegu forréttindahópunum eins og t.d. Samtökum fjármálafyrirtækja eða Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi að ógleymdu sjálfu Viðskiptaráði, en hjá þessum aðilum er grímulaus sérhagsmunagæsla ástunduð daginn út og inn. Hver man t.d. ekki eftir því þegar fulltrúar Viðskiptaráðs státuðu sig af því að hafa náð 95% af sínum hagsmunamálum í gegnum löggjafann fyrir hrun.

Hugsið ykkur það var látið t.d. átölulaust þegar viðskiptabönkunum þremur var gefið skotleyfi á íslensk heimili eftir hrun. En eins og fram hefur komið í fréttum misstu í það minnsta kosti 10 þúsund fjölskyldur heimili sín og niðurstaðan er að viðskiptabankarnir þrír hafa skilað yfir 700 milljörðum í hagnað frá hruni! Að sjálfsögðu átti verkalýðshreyfingin alls ekki að standa aðgerðalaus hjá þegar íslenskum heimilum var fórnað á blóðugu altari fjármálagræðginnar, en slíkt má aldrei gerst aftur!

Kæru félagar, ég hef ætíð hafnað samræmdri láglaunastefnu, enda tel ég eitt brýnasta verkefni verkalýðshreyfingarinnar að tryggja að lágmarkslaun dugi fyrir þeim framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út en slíku er alls ekki til að dreifa í dag.

Nái ég kjöri sem einn af forsetateymi Alþýðusambands Íslands á komandi þingi þá mun ég beita mér af krafti fyrir m.a. eftirfarandi atriðum:

  • Þjóðarátaki í húsnæðismálum
    • Tekið verði á þeirri græðgisvæðingu sem hefur tekið sér bólfestu á íslenskum leigumarkaði
    • Létta skattbyrði á þeim tekjulægstu og hjá millitekjufólki
    • Tekið verði á okurvöxtum, verðtryggingu og húsnæðisliðurinn fari úr lögum um vexti og verðtryggingu.
    • Félagsleg undirboð og gróf kjarasamningsbrot verði gerð refsiverð og sektir verði lögfestar við slíkum brotum.
    • Róttækar kerfisbreytingar verði gerðar á fjármálakerfinu þar sem hagsmunir almennings verði teknir fram yfir hagsmuni fjármálakerfisins.
    • Dregið verði stórlega úr greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu.
    • Skerðingarmörk barnabóta hækki
    • Launafólk fái auknar heimildir til að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði til niðurgreiðslu fasteignalána og til húsnæðiskaupa

Ég vil trúa því í hjarta mínu að með nýrri forystu innan ASÍ eigi að vera hægt að knýja fram verulegar breytingar félagsmönnum okkar til heilla og hagsbóta.

Ég óska eftir stuðningi við að gegna þessu veigamikla embætti sem einn af forsetateyminu og munum að misskipting,óréttlæti og ójöfnuður er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk sem hægt er að breyta allt sem til þarf er kjarkur,vilji og þor!

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: