- Advertisement -

Vilhjálmur Árnason er í mikilli fýlu

Sjálfstæðislokkurinn í tilvistarkreppu. Þingmaðurinn kennir um lausung í stjórnmálum og að of auðvelt sé að stofna nýja flokka.

Vilhjálmur Árnason, einn af þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, sendir fólki sem er honum ekki sammála kaldar kveðjur. Já, það blæs köldu frá Vilhjálmi. Hann er til viðtals í Fréttablaðinu og tilefnið er Páll Magnússon, sem af fréttum dagsins í dag, í vanda. Nú virðist enginn vilja eiga Pál. Honum er afneitað um allt.

„Við erum náttúrulega að sjá fullt af okkar fólki innan annarra flokka; í Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins til dæmis. Fólk sem fékk ekki þær stöður sem það vildi innan okkar flokks og þá er bara hlaupið annað,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi í Fréttablaðinu, og bætir við: „Það er auðvitað það sem gerðist með Írisi. Hún fékk ekki það sem hún vildi og þá stofnaði hún bara eigið framboð í Eyjum. Þetta er orðið miklu algengara en áður, að þeir sem ná ekki framgangi innan flokksins hlaupi frá hugsjónum hans og stofni sérframboð eða hlaupi inn í næsta flokk.“

Þarna baunar hann á, verðskuldað en sennilega frekar óverðskuldað, Írisi Róbertsdóttur núverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.

Svo segir í Fréttablaðinu. Vilhjálmur bendir á lausungina í stjórnmálum eftir efnahagshrunið og segir hana hluta ástæðunnar. Í þessu andrúmslofti sé auðveldara að stofna nýja flokka og ná inn mönnum og menn hiki ekki við að fara þá leið nái þeir ekki framgangi í sínum flokki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vilhjálmur er ekki gamall maður, reyndar er hann ungur maður. Viðhorf hans virðast hins segja ekkert um ungan aldur þingmannsins. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er allt annar og minni en áður, er dæmdur af verkum sínum. Það er ekki lausung. Það er kraftur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: