Fréttir

Vildu frysta laun borgarfulltrúa

By Miðjan

May 30, 2023

Laun ráðherrar, seðlabankastjóra, þignmanna, forseta og fleiru munu hækka verulega. En hvað um laun borgarfulltrúa?

„Ég tel að þau munu hækka um svipuð mörg prósentustig og laun ráðherra og þingmanna þar sem laun borgarfulltrúa eru tengd við þróun á launavísitölu. Mér finnst það algjörlega óásættanlegt þar sem grunnlaunin eru há til þess að byrja með. Sósíalistar lögðu til að þessi hækkun yrði ekki gerð árið 2023 og þá hefði mátt spara um 29 milljónir með því að frysta laun borgarfulltrúa og fyrstu varaborgarfulltrúa en það var ekki samþykkt,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista.

Laun borgarfulltrúa hafa hækkað tvisvar sinnum á ári, miða við launavísitölu og hafa hækkað tvisvar á ári (uppfærist í janúar og júlí) Hægt að sjá nánar hér: https://reykjavik.is/laun-og-kostnadargreidslur-borgarfulltrua