Vildu að Rannveig yrði ríkissáttasemjari
Gunnar Smári skrifar:
Rannveig S. Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, var meðal umsækjenda um starf ríkissáttasemjara. Rannveig er hagfræðingur að mennt en hún lauk meistaraprófi í hagfræði frá Gautaborgarháskóla og stundaði þar doktorsnám. Hún starfaði sem hagfræðingur BSRB í um áratug og gegndi stöðu aðalhagfræðings Alþýðusambands Íslands á árunum 1999-2002. Ég myndi telja að Rannveig hafi verið sá umsækjandi sem verkalýðshreyfingin hafi helst viljað og að verkó ætti að fá að ráða því hver er ríkissáttasemjari. Því spyr ég: Hvers vegna var þessi Aðalsteinn Leifsson skipaður, hver vildi taka hann fram yfir þann sem verkalýðshreyfingin benti á?