Kristján Þór Júlíusson lét Þorstein Víglundsson ekkert eiga inni hjá sér þegar Þorsteinn fann að vilja ráðherrans að láta útgerðinni eftir sex ára aðlögun til að komast undir kvótaþakið.
„Þegar háttvirtur þingmaður kvartar undan því að fyrirtækjum kunni að vera gefinn sex ára aðlögunartími að breyttum aðstæðum minni ég hann á það frumvarp sem hann flutti ásamt fleiri aðilum sem gefur fyrirtækjum allt að 20 ára tíma til að aðlagast þeim breytingum sem þar eru lagðar til. Það fer bara eftir því hvernig liggur á mönnum hverju sinni hvaða afstöðu þeir taka til slíkra tímamarka sem hér eru nefnd, og þau eru vissulega til umræðu og sjálfsagt að nálgast það með öðrum hætti,“ sagði sjávarútvegsráðherra á Alþingi.