„Miðflokkurinn mótmælir slíkum vinnubrögðum sem eru með öllu ólíðandi.“
„Krafa okkar um vinnulag hvað varðar breytingar er einföld: Umræða – samráð –sátt. Þetta vinnulag þekkja góðir stjórnendur en slæmir ekki. Sá misskilningur hrjáir borgarstjóra að telja sig í síðustu kosningum hafa fengið umboð kjósenda til að framfylgja vilja sínum. Svo er ekki, hann fékk umboð til að framfylgja vilja kjósenda.“
Þetta segir meðal annars í bókun, Vigdísar Hauksdóttur, í borgarráði, þegar rætt var um lokun Laugavegar og annarra gatna í miðborginni.
„Miðflokkurinn harmar, sem fyrr, að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila, íbúa og rekstraraðila, við ákvörðunartöku um varanlegar göngugötur,“ segir Vigdís.
„Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar gerræðisleg vinnubrögð eru viðhöfð. Slíkt kallar á röð vandamála og tillagan sem hér er til umfjöllunar skýrt dæmi um það: Lagt er til að akstursstefnu á hluta Laugavegs verði breytt! Fyrirvaralaust og sem fyrr án nokkurs samráðs! Engin umræða – ekkert samráð. Miðflokkurinn mótmælir slíkum vinnubrögðum sem eru með öllu ólíðandi.“