- Advertisement -

Vigdís vill opna „neyðarbrautina“

Sakar Dag um siðleysi og leggur til að við hættum þátttöku í Eurovísion um ókomna framtíð.

Dagur B. Eggertsson.
Vigdís sakar hann um að binda hendur næstu borgarstjórnar.

Vigdís Hauksdóttir, sem fer fyrir lista Miðflokksins í Reykjavík, vill að „neyðarbrautin“ verði opnuð sem fyrst. Hún segir ekkert því til fyrirstöðu og það væri hægt að gera samdægurs.

Þetta kom fram í beinni útsendingu sjónvarps DV.

Vigdís sagði að koma verði í veg fyrir að þær byggingar sem eiga eða eru að rísa við enda brautinnar verði að vera lægri en að er stefnt.

Byggingarnar á Valssvæðinu komu meira til umræðu. Varðandi svifryksmengun borgarinnar leggur Vigdís til að uppgröftur þar verði stöðvaður. Hún segir mikla mengun leggja frá trukkunum sem keyra þaðan jarðveg alla daga. Vigdís segir það ryk fara að Landspítalanum þar sem veikasta fólkið okkar er, eins og hún sagði.

Vigdís sagði að unnt sé að minnka svifrykið með betur samstilltum götuljósum, mislægu gatnamótum og göngubrúm. Hún sagði illa stillt ljós tefja umferðina í Reykjavík um 20 til 25 prósent.

Miðflokkurinn vill byggja þjóðarsjúkrahúsið að Keldum. Aðspurð um fjarlægðina frá flugvellinum, sem hún vill umfram allt að verði áfram í Vatnsmýrinni, að í bráðatilvikum verði þyrlur notaðar.

Varðandi nánast daglegar skóflustungur og samninga sem Dagur B. Eggertsson gerir fyrir hönd borgarinnar, sagði Vigdís það siðleysi af hans hálfu. Rangt sé að fráfarandi borgarstjóru bindi þannig hendur næstu stjórenda borgarinnar.

Vigdís gerir ráð fyrir að það taki um tvö ár að koma rekstri borgarinnar í lag og hún segir að á seinnihluta komandi kjörtínabils verði unnt að lækka skatta og álögur í Reykjavík.

Vigdis var spurð hvort hún vilji að Íslendingar taki þátt eða ekki í Eurovision í Ísrael næsta ár. Hún sagði að ef við tökum ekki þátt verði sú ákvörðun að gilda um ókomna framtíð. Hún sagði að stöðva megi þann „fjáraustur“ sem fer í söngvakeppnina.

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: