Vigdís Hauksdóttir lagði fram, fyrir skömmu, tillögu í borgarráði:
„Borgarráð samþykkir að opna á ný Laugaveg og Skólavörðustíg fyrir bílum og gera um leið Laugaveginn að einstefnugötu á ný.
Greinargerð tillögur er þessi:
Í ljósi þess ástands sem þjóðin er nú að fara í gegnum er ljóst að ekki verða ferðamenn hér á landi eitthvað fram á sumar og haust.
Afar lítið er af gangandi fólki nú þegar á Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg. Verslun og veitingþjónusta við þessar götur er að dragast verulega saman af þessum ástæðum. Til að bjarga rekstri á þessu svæði verður tafarlaust að opna fyrir bílaumferð til að reyna að lífga svæðið.
Þeir sem eru í áhættuhópum vegna kórónavírusins verða að nota fjölskyldubílinn til að athafna sig með innkaup og forðast margmenni. Þarna er sérstaklega verið að líta til þeirra sem eru eldri en 60 ára, þeir sem eiga erfitt með gang og aðrir sem eru viðkvæmir fyrir.
Þessir áhættuhópar eru best tryggðir með því að gera þeim kleift að komast á bíl sem næst dyrum verslana og veitingahúsa. Þessir hópar forðast eðli málsins samkvæmt verslunarmiðstöðvar eins og hægt er vegna smithættu.
Lagt er einnig til að í lok sumars verði gerð könnun meðal verslunar- og veitingahúseigenda við þessar götur svo og íbúa hvernig tekist hafi til með opnun þessara gatna.“