- Advertisement -

Vigdís vill niðurskurð hjá borgarstjóra og ráðningabann

Vigdís Hauksdóttir lagði fram tillögum í nokkrum liðum á síðasta borgarstjórnarfundi.

Vigdís „…hagræðingu og forgangsröðun í þágu lögbundinna verkefna.“

Borgarstjórn samþykkir að:

  • 1. Farið verði tafarlaust í að skilgreina lögbundið hlutverk Reykjavíkur og fjármagni forgangsraðað í lögbundna og grunnþjónustu.
  • 2. Farið verði tafarlaust í kerfisbundinn niðurskurð á skrifstofu borgarstjóra og í annarri stjórnsýslu borgarinnar.
  • 3. Tekið verði tafarlaust upp ráðningastopp í stjórnsýslu Reykjavíkur en lögbundinni þjónustu og grunnstoðum verði hlíft.
  • 4. Farið verði í bestun í öllum innkaupum borgarinnar og a.m.k. 10% hagræðingu verði náð.
  • 5. Stofnaður verði vinnuhópur allra flokka í borgarstjórn sem hefur það hlutverk að fara í saumana á áætlanagerð borgarinnar í verkum sem hafa farið fram úr áætlunum og geri tillögur um nýtt verklag. Allar þessar aðgerðir nái fram að ganga fyrir 1. maí 2022. 


Tillaga Vigdísar var felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sátu hjá við afgreiðslu málsins. 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: