Fréttir

Vigdís vill neyðarstjórn yfir skóla- og frístundasviði

By Miðjan

November 30, 2019

Vigdísi Hauksdóttir þykir full ástæða til að skipuð verði neyðarstjórn/fjármálastjórn yfir skóla- og frístundasviði.

En hvers vegna?

„Reykjavík eyðir hlutfallslega langmest í þennan málaflokk af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur tekist að ná böndum á rekstrinum þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkur er í miklum vandræðum vegna þessa og þarf að svara fyrir framúrkeyrsluna án þess að geta haft áhrif. Það er afleit staða. Taka þarf til í rekstri sviðsins og í vinnu stjórnarinnar verði skýrsla innri endurskoðanda um skólamál í Reykjavík höfð til hliðsjónar.“