- Advertisement -

Vigdís vill enn verða næsti borgarstjóri

„Ég stefni að því að verða næsti borgarstjóri því eins og allir vita þá eru oddvitar flokka alltaf borgarstjóraefni fyrir kosningar, sagði Vigdís Hauksdóttir, í samtali við Miðjuna.

Hafa breytingar, til dæmis með tilliti til stöðu Miðflokksins eftir þingkosningarnar, ekki dregið úr fyrirætlunum Vigdísar?

„Vika er langur tími í pólitík eins og við höfum orðið vitni að á síðustu vikum og mánuðum. Það á eftir að stilla upp öllum listum fyrir borgarstjórnarkosningarnar og ég spái að margt óvænt eigi eftir að gerast á næstu vikum hvað borgarmálin varðar. Það eiga að mínu mati eftir að verða fleiri mjög óvæntar vendingar. Stjórnmálamenn eiga alltaf að vera bjartsýnir og setja sér háleit markmið, það er að segja ef þeir eru í stjórnmálum af ástríðu fyrir því að breyta. Í stað þess að sitja þöglir og verklausir hjá og þiggja bara launin sín eins og því miður er staðreynd hér á landi,“ sagði Vigdís Hauksdóttir.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: