- Advertisement -

Vigdís verst stjórnarandstöðunni

Stjórnmál Vigdís Hauksdóttir skrifar harða grein í Morgunblaðið í dag. Þar sækir hún að stjórnarandstöunni með bók Össurar Skarphéðinssoar, Ár drekans, sem helsta vopn.

Í upphafi greinarinnar skrifar Vigdís.

„Á síðasta kjörtímabili var ruðst inn í 14 ára samkomulag um röðun virkjanakosta undir dyggri stjórn Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra. Tók hún virkjunarkosti úr nýtingarflokki og setti í biðflokk og öfugt. Vatnsaflsvirkjanir eru langhagkvæmasti og umhverfisvænsti kosturinn. Árnar streyma áfram endalaust í hundruð ára og eru ótakmörkuð auðlind. Háhitasvæði eru takmörkuð auðlind og duga í 25-80 ár eftir svæðum. Áhrif jarðvarmavirkjana eru lítið rannsökuð hér á landi og útblástur frá þeim veldur mengun.

Þessi umhverfissjónarmið viku á síðasta kjörtímabili. Umhverfisráðherrann Svandís sem fékk á sig Hæstaréttardóm vegna Þjórsármála, sagðist vera í pólitík en þyrfti ekki að lúta lögum – gerði það að tillögu sinni að ráðast inn á friðlýst svæði og fólkvanga á Reykjanesi og setti virkjunarkosti þar í nýtingu. Allt í samráði við þáverandi iðnaðarráðherra sem þurfti að »sýna sig« á heimavelli. Auk þess var bætt um betur og þónokkrir virkjunarkostir á Kröflusvæðinu á heimasvæði þáverandi formanns VG, Steingríms J. Sigfússonar, settir í nýtingarflokk. Gjaldið var eftirgjöf VG í ESB-málinu og þar með stærstu kosningasvik stjórnmálaflokks hér á landi.“

Ár drekans

ÖssurSem fyrr segir notast hún við bók Össurar Skarphéðinssonar. Hún segir lýsa því sem gerðist á bak við tjöldin í pólitískum hrossakaupum á síðasta kjörtímabili, að það hafi ekkert átt skylt við umhverfisvernd. Hér eru örfá fæmanna sem Vigdís tekur: „ Ég vil að Jóhanna, sem formaður flokksins, fái ESB-málið á hreint við VG áður en ramminn haldi áfram.“ „Fyrir VG er hann jafn mikils virði og ESB er okkur. Það er á flestra vitorði að ég lít á rammann sem tryggingu fyrir því að VG stöðvi ekki ESB-málið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: